Við svörum fyrstu þörfinni  
Símaverið svarar þeirri grunnþörf viðskiptavinarins að ná sambandi – það er mikilvæg þjónusta sem fyrirtæki hafa stundum tilhneigingu til að vanrækja. Þú öðlast dýrmæta hugarró og starfsfólkið þitt getur unnið vinnuna sína í góðu næði, án þess að verða fyrir truflun frá stöðugum símhringingum yfir vinnudaginn.
Faglegt og fljótlegt svar er virðingarvottur
Sá sem tekur upp símann og hringir í fyrirtækið þitt er að lýsa yfir áhuga á upplýsingum, tengslum, þjónustu eða viðskiptum. Þetta er mikilvæg yfirlýsing sem öll fyrirtæki eiga að bera virka virðingu fyrir – með því að svara hratt og vel. Viðskiptavinir sem finna fyrir þessari virðingu eru mun líkegri til að sækja eftir frekari viðskiptum í kjölfarið og þannig er fyrsta símtal grunnurinn að arðsemi dagsins í dag og viðskiptum framtíðarinnar.
Umsagnir viðskiptavina Símaversins  
Hér fyrir neðan má lesa umsagnir viðskiptavina Símaversins.
Starfsfólk Símaversins stenst allar okkar væntingar og ríflega það...   
Ingvar Jónsson er sölu- og markaðsstjóri Tryggingar og ráðgjafar. “Vegna mikillar eftirspurnar eftir þjónustu okkar sáum við fram á að þurfa að fjölga starfsfólki til úthringinga. Við komust í samband við Símaverið ehf og ákváðum að láta á hana reyna. Árangur samstarfsins hefur ekki látið á sér standa. Í okkar starfsemi skiptir það öllu að það starfsfólk sem er í úthringingum sé lipurt og þægilegt þar sem það er okkar fyrsta snerting við væntanlega viðskiptamenn. Starfsfólk Símaversins ehf stenst allar okkar væntingar og ríflega það.

Ingvar Jónsson - Tryggingar og ráðgjöf  
Til að veita viðskiptamönnum okkar sem bestu þjónustu ákváðum við að leita til fagmanna til að aðstoða okkur við símsvörun. Það samstarf hefur gengið sérlega vel...  
“Við höfum átt því láni að fagna að vinna með Símaverinu undanfarin ár. Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini okkar og er símsvörun afar mikilvægur þáttur í starfsemi okkar. Til þess að veita okkar viðskiptamönnum sem bestu þjónustu ákváðum við að leita til fagmanna til að aðstoða okkur við símsvörun. Það samstarf hefur gengið sérlega vel og hefur það gert okkur kleyft að halda uppi háu svarhlutfalli á skiptiborði okkar. Það að viðskiptamönnum okkar sé ávalt svarað er klárlega þjónusta sem sómar okkar góðu viðskiptamönnum og virðing borin fyrir þeirra dýrmæta tíma. Þó við séum uppteknir á því augnabliki, sem hringt er í okkur, þá svörum við skilaboðum við fyrsta tækifæri. Okkar viðskipamenn geta einbeitt sér að sinni starfsemi og þurfa ekki að verja sínum dýrmæta tíma í að reyna að ná í okkur, vitandi það að við höfum samband við fyrsta tækifæri.”

Hjálmar Helgason framkvæmdastjóri Vélafls ehf.  
Kostirnir við þessa þjónustu eru ótvíræðir. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að síminn sé að hringja þegar viðskiptavinir eru hjá mér eða þegar ég þarf að einbeita mér sérstaklega að viðfangsefnum mínum....  
Björn Jóhannesson er eigandi Lögsýnar og jafnframt eini starfsmaður fyrirtækisins.

Ég hef verið mjög ánægður með þá þjónustu er ég fæ hjá Símaverinu. Í fyrstu var ég nokkuð hikandi gagnvart því að mögulegt væri að svara fyrir mig annars staðar en á skrifstofunni hjá mér. En þessi skoðun mín hefur breyst. Kostirnir við þessa þjónustu eru ótvíræðir. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur þó síminn sé að hringja þegar viðskiptamenn eru hjá mér eða ef ég þarf að einbeita mér sérstaklega að viðfangsefnum mínum og get ekki svarað símanum. Vitandi það að viðskiptamenn mínir fái ávallt símsvörun strax, gerir mig rólegri og auðveldar mér að einbeita mér að viðkomandi viðfangsefni. Skilaboð um símhringingar fæ ég síðan frá Símaverinu ýmist send með tölvupósti eða með sms skilaboðum, sem ég reyni síðan að svara við fyrsta tækifæri. Þannig fá viðskiptamenn mínir að vita að ég muni hafi samband við þá við fyrsta tækifæri, sem er einnig mikill kostur fyrir þá. 

Ég mæli hiklaust með þjónustu Símaversins og hvet fyrirtæki að kynna sér kosti hennar af eigin raun. 
Hjá þjónustustofnun eins og Ísafjarðarbæ er mjög mikilvægt að veita skjóta og örugga svörun.  
Hjá þjónustustofnun eins og Ísafjarðarbæ, er mjög mikilvægt að veita skjóta og örugga svörun. Með samstarfi við Símaverið höfum við tryggt að nánast öllum símtölum til okkar er svarað og því aukið þjónustu okkar við bæjarbúa og aðra sem eru í samskiptum við bæjarskrifstofuna á ódýran og einfaldan hátt.

Halldór Halldórsson - Ísafjarðarbær