Við svörum fyrstu þörfinni  
Símaverið svarar þeirri grunnþörf viðskiptavinarins að ná sambandi – það er mikilvæg þjónusta sem fyrirtæki hafa stundum tilhneigingu til að vanrækja. Þú öðlast dýrmæta hugarró og starfsfólkið þitt getur unnið vinnuna sína í góðu næði, án þess að verða fyrir truflun frá stöðugum símhringingum yfir vinnudaginn.
Faglegt og fljótlegt svar er virðingarvottur
Sá sem tekur upp símann og hringir í fyrirtækið þitt er að lýsa yfir áhuga á upplýsingum, tengslum, þjónustu eða viðskiptum. Þetta er mikilvæg yfirlýsing sem öll fyrirtæki eiga að bera virka virðingu fyrir – með því að svara hratt og vel. Viðskiptavinir sem finna fyrir þessari virðingu eru mun líkegri til að sækja eftir frekari viðskiptum í kjölfarið og þannig er fyrsta símtal grunnurinn að arðsemi dagsins í dag og viðskiptum framtíðarinnar.
Hvað skiptir mestu fyrir þitt fyrirtæki?  
Hvaða leið hentar þínum viðskiptavinum? Hvaða leið hentar þínu starfsfólki? Við bjóðum upp á klæðskerasniðna þjónustu sem hentar þínu fyrirtækjamynstri. Allar þínar þarfir er hægt að leysa - með einu símtali eða tölvupósti þar sem þú óskar eftir ráðgjöf.
Hvaða þjónustuleið hentar þínum þörfum?  
Við leggjum mikið upp úr því að aðlaga þjónustu okkar að þínum þörfum og vinna með þér til að skapa sem best tengsl við viðskiptavini þína.

Hér gefur að líta þær almennu þjónustuleiðir í símsvörun sem Símaverið býður upp á.