Við svörum fyrstu þörfinni  
Símaverið svarar þeirri grunnþörf viðskiptavinarins að ná sambandi – það er mikilvæg þjónusta sem fyrirtæki hafa stundum tilhneigingu til að vanrækja. Þú öðlast dýrmæta hugarró og starfsfólkið þitt getur unnið vinnuna sína í góðu næði, án þess að verða fyrir truflun frá stöðugum símhringingum yfir vinnudaginn.
Faglegt og fljótlegt svar er virðingarvottur
Sá sem tekur upp símann og hringir í fyrirtækið þitt er að lýsa yfir áhuga á upplýsingum, tengslum, þjónustu eða viðskiptum. Þetta er mikilvæg yfirlýsing sem öll fyrirtæki eiga að bera virka virðingu fyrir – með því að svara hratt og vel. Viðskiptavinir sem finna fyrir þessari virðingu eru mun líkegri til að sækja eftir frekari viðskiptum í kjölfarið og þannig er fyrsta símtal grunnurinn að arðsemi dagsins í dag og viðskiptum framtíðarinnar.
Við sjáum um símann þinn
Símaverið sér um símann þinn. Gott samband við viðskiptavini er frumforsenda þess að vel gangi og reksturinn blómstri. Með því að láta fagfólk sjá um símsvörunina kemur þú einnig í veg fyrir að starfsfólkið þitt verði fyrir óþarfa truflun á vinnudeginum.
Helstu kostir símsvörunar hjá Símaverinu  
• Sérþjálfað starfsfólk – með almenna reynslu og þekkingu af þinni starfsemi
• Meiri sala – hvert símtal er dýrmætt og sum símtöl geta haft afgerandi áhrif á reksturinn
• Kostnaðarhagræðing – minna starfsmannahald og lægri kostnaður vegna tækjabúnaðar og aðstöðu
• Lengri opnunartími – betri og jafnari svörunarárangur á álagstímum
• Aukin framlegð – betri nýting á tíma starfsmanna, minni truflun og skilvirk móttaka skilaboða
• Sveigjanleiki – þú ferð áhyggjulaus í frí eða getur sinn brýnum erindum þegar þú veist að símanum er alltaf svarað
Við erum þinn þjónustufulltrúi  
Við komum mikilvægum skilaboðum til viðskiptamanna þinna, jafnvel þegar þú ert upptekinn og við tryggjum að starfsfólkið þitt fái næði til að vinna vinnuna sína - án truflunar.