Við svörum fyrstu þörfinni  
Símaverið svarar þeirri grunnþörf viðskiptavinarins að ná sambandi – það er mikilvæg þjónusta sem fyrirtæki hafa stundum tilhneigingu til að vanrækja. Þú öðlast dýrmæta hugarró og starfsfólkið þitt getur unnið vinnuna sína í góðu næði, án þess að verða fyrir truflun frá stöðugum símhringingum yfir vinnudaginn.
Faglegt og fljótlegt svar er virðingarvottur
Sá sem tekur upp símann og hringir í fyrirtækið þitt er að lýsa yfir áhuga á upplýsingum, tengslum, þjónustu eða viðskiptum. Þetta er mikilvæg yfirlýsing sem öll fyrirtæki eiga að bera virka virðingu fyrir – með því að svara hratt og vel. Viðskiptavinir sem finna fyrir þessari virðingu eru mun líkegri til að sækja eftir frekari viðskiptum í kjölfarið og þannig er fyrsta símtal grunnurinn að arðsemi dagsins í dag og viðskiptum framtíðarinnar.
SÍMAVERIÐ - FAGMENNSKA OG FULL ÞJÓNUSTA
Fagmenn á sínu sviði 

Símaverið var stofnað á vormánuðum 2006 af áhugasömum einstaklingum sem tengdust fyrirtækjunum Eyrarsteypu ehf, Kubbi ehf, KNH ehf og Boðleið ehf. Hvetjandi hf og Póllinn ehf bættust síðan flótlega í hóp hluthafa.

Árið 2012 urðu þær breytinga á eignaraðild að Hannes Hrafn Haraldsson, framkvæmdastjóri Símaversins ehf, keypti meirihluta í fyrirtækinu og JHS leigumilun keypti einnig hluti í því og eru þeir eigendur Símaversins ehf í dag, ásamt Hvetjanda hf og Pólnum. 

Símaverið hóf símsvörun í byrjun júní 2006 og í dag sér fyrirtækið meðal annars um símsvörun fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, á Ísafirði og víðar. Um breiða flóru fyrirtækja er að ræða og eru viðskiptavinir allt frá einyrkjum upp í stór fyrirtæki.  
STJÓRNENDUR- auk þeirra vinnur öflugur hópur þjónustufulltrúa með mikla reynslu  
Framkvæmdastjórn 
Hannes Hrafn Haraldsson er framkvæmdastjóri Símaversins og meirihlutaeigandi.

Hægt er að hafa samband við Hannes:
Beinn sími: 450-5502
Farsími: 861-0042
simaverid@simaverid.is