Ég get aðstoðað

Við önnumst símsvörun og önnur samskipti fyrirtækja og viðskiptavina.

Símsvörun

Halló annast alla almenna símsvörun, við sendum símann áfram, tökum skilaboð og búum til ánægða viðskiptavini. Einföld og góð þjónusta sem hægt er að setja upp hjá öllum fyrirtækjum með stuttum fyrirvara. 

Þjónustusvörun

Þjónustusvörun, sala, tæknileg aðstoð og svörun byggð á  upplýsingakerfum viðskiptavina okkar. Útvistun á þjónustusvörun getur lækkað kostnað, aukið afkastagetu, lengt þjónustutíma og einfaldað rekstur.

Netspjall

Við setjum upp netspjall á vefsíðuna þína, vöktum spjallið, svörum og búum til ánægða viðskiptavini. Fjórðungur viðskiptavina á aldrinum 18-49 ára velja helst að eiga samskipti við fyrirtæki með netspjalli.

Miðar

Miðar (e. tickets)  koma frá símtölum, tölvupóstum, netspjöllum, úr skilaboðum á samfélagsmiðlum og eftir öðrum leiðum (omni-channel). Við sendum miða, mælum virkni og fylgjumst með afgreiðslu þeirra.

Samtal

Samtal (úthringingar) við viðskiptavini og aðra skilgreinda hópa. Markmiðið getur verið að selja, bóka fund, afla upplýsinga eða einfaldlega segja takk. Samtalið getur farið fram í síma, með tölvupósti, sms eða með samþættum hætti í mörgum miðlum.

Tækni

Helstu samstarfsaðilar Halló eru Talkdesk (flæði símtala), Envoy (móttökukerfi), Zendesk (miðar, stýring og mælingar) og LiveChat (netspjall). Halló veitir viðskiptavinum sínum tæknilega ráðgjöf hvað varðar samskipti.

Fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki

Brons

34.250 kr. á mán.

  • 50 samtöl
  • Símsvörun frá 8–17 alla virka daga

Brons Plús

44.500 kr. á mán.

  • 50 samtöl
  • Símsvörun, svörun og vöktun á netspjalli, tölvupóstum og/eða skilaboðum á samfélagsmiðlum
  • Svörun frá 8–19 á virkum dögum, 10–18 á laugardögum og 12–18 á sunnudögum
  • Greining samtala, ítarleg skilaboð, kynning á samtölum og önnur frávik
  • Aðgangur og vinnsla í kerfum, t.d. pantana- eða bókunarkerfum

Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Silfur

60.800 kr. á mán.

  • 100 samtöl
  • Símsvörun frá 8–17 alla virka daga

Silfur Plús

79.000 kr. á mán.

  • 100 samtöl
  • Símsvörun, svörun og vöktun á netspjalli, tölvupóstum og/eða skilaboðum á samfélagsmiðlum
  • Svörun frá 8–19 á virkum dögum, 10–18 á laugardögum og 12–18 á sunnudögum
  • Greining samtala, ítarleg skilaboð, kynning á samtölum og önnur frávik
  • Aðgangur og vinnsla í kerfum, t.d. pantana- eða bókunarkerfum

Fyrir meðalstór og stór fyrirtæki

Gull

105.000 kr. á mán.

  • 200 samtöl
  • Símsvörun frá 8–17 alla virka daga

Gull Plús

136.400 kr. á mán.

  • 200 samtöl
  • Símsvörun, svörun og vöktun á netspjalli, tölvupóstum og/eða skilaboðum á samfélagsmiðlum
  • Svörun frá 8–19 á virkum dögum, 10–18 á laugardögum og 12–18 á sunnudögum
  • Greining samtala, ítarleg skilaboð, kynning á samtölum og önnur frávik
  • Aðgangur og vinnsla í kerfum, t.d. pantana- eða bókunarkerfum

Þarftu meira?

Fyrir okkar stærstu viðskiptavini

Mögulegt er að stækka Gull og Gull Plús-pakkana og fjölga þannig svöruðum símtölum og öðrum samtölum.

Dæmi:

Gull 400

210.000 kr. á mán.

Gull 400 Plús

272.800 kr. á mán.

Hafðu samband og við setjum saman hentugan pakka fyrir þitt fyrirtæki. Engin takmörk eru á stærð pakka.

Nokkur svör við algengum spurningum

Já, ekkert mál. Þið getið valið að láta Halló aðeins svara utan opnunartíma, þegar það er mikið að gera eða ef það er mikið um veikindi og frí. Einnig er hægt að velja að láta Halló svara öllum símtölum.

Við vitum alls ekki allt en þjónustufulltrúar Halló eru ansi góðir í að tala í þínu nafni. Við mætum í vinnuna til að búa til ánægða viðskiptavini og öflum okkur þekkingar og byggjum upp upplýsingar um þitt fyrirtæki í góðri samvinnu við þig.

Starfsfólk fyrirtækisins ræður hvort það vilji fá símtöl send beint til sín, kynnt inn með nafni og erindi eða einfaldlega sem skilaboð. Skilaboðum er síðan hægt að sinna á tíma sem hentar hverjum og einum.

Við gerum það með ánægju, vitum að slík skilaboð geta auðveldlega farið framhjá fólki. Það er mikilvægt að veita þeim sem hafa samband með skilaboðum góða þjónustu.

Við gerum það með ánægju, þó aðallega almennum netföngum eins og info@xxxx.is, sala@xxxx.is o.s.frv.

Við erum með hóp af góðu fólki sem annast úthringingar fyrir viðskiptavini. Erindið getur verið að selja vörur eða þjónustu, safna upplýsingum eða einfaldlega að segja Takk.

Já, við svörum þegar þið þurfið á okkur að halda. Þjónustufulltrúar Halló eru til þjónustu reiðubúnir frá 8-19 alla virka daga, 10-18 á laugardögum og 12-18 á sunnudögum. Þú stillir til opnunartíman eins og hentar þínu fyrirtæki. Utan opnunartíma spilum við skilaboð fyrir viðskiptavini sem eru sérsniðin að þínu fyrirtæki.

Já, ekkert mál. Þjónustufulltrúar Halló geta verið til staðar fyrir þína viðskiptavini á mismunandi samskiptamiðlum. Þú aðlagar útlit netspjallsgluggann að þínu vörumerki og í kjölfarið sendum við þér 6 línur af html kóða sem þú setur upp á vefsíðunni þinni.

Við notum hugtakið símsvörun fyrir almenna símsvörun en hugtakið þjónustusvörun fyrir svörun sem felur í sér að við leysum úr tilteknum erindum. Símtöl í símsvörun er almennt um 60-90 sekúndur en geta verið mun lengri ef um er að ræða þjónustusvörun. Þess vegna eru slík símtöl 30% dýrari. 

Sendu okkur póst á hallo@hallo.is, hringdu í okkur í síma 440 8600 eða kíktu í heimsókn. Við svörum þér sem fyrst 🙂

Fjölbreytt þjónusta fyrir allar gerðir fyrirtækja

Einyrkjum og litlum fyrirtækjum bjóðum við einfalda þjónustu við símsvörun á virkum dögum. Við svörum, beinum símtalinu áfram eða tökum skilaboð. Frábær þjónusta ef þú vilt einbeita þér að verkefnunum þínum án þess að missa símtal.

Litlum og meðalstórum fyrirtækjum bjóðum við símsvörun og netspjall alla daga vikunnar.  Þjónustan hentar fyrirtækjum sem vilja veita frábæra þjónustu og einfalda reksturinn.

 

Meðalstórum og stórum fyrirtækjum bjóðum við þjónustu sem felst í að annast símsvörun, svörun á netspjalli, tölvupóstum og skilaboðum á samfélagsmiðlum. Við önnumst rekstur þjónustuversins, vinnum í upplýsingakerfum viðskiptavina, seljum vörur og tökum niður pantanir. 

Fyrir okkar stærstu viðskiptavini gerum við allt ofangreint, sinnum úthringingum og öðrum samskiptum við viðskiptavini þeirra, veitum tækniþjónustu og leitumst við að búa til ánægða viðskiptavini fyrir þeirra hönd. Það er ódýrara og einfaldara að útvista samskiptum til Halló

„Samstarfið við Halló hefur reynst vel og gert okkur mögulegt að stækka hratt. Við höfum getað treyst á Halló og erum virkilega ánægð með samstarfið.“

„Það er gott að hafa vissu fyrir því að öllum símtölum sé svarað og fyrirspurnum komið áleiðis á rétta staði innan fyrirtækisins. Við erum mjög ánægð með þjónustuna.“

Um okkur

Síðustu ár hafa samskipti flust til úr síma í aðra miðla svo sem tölvupóst, netspjall og skilaboð á samfélagsmiðlum. Í könnun sem Halló gerir reglulega í samvinnu við MMR kemur fram að um helmingur yngra fólks velur að eiga í samskiptum við fyrirtæki með netspjalli eða skilaboðum. Með því að útvista símsvörun og öðrum samskiptum viðskiptavina og fyrirtækja er hægt að bæta þjónustu, jafna álagstoppa, spara peninga og einfalda rekstur.

Starfsstöðvar Halló eru í Nóatúni 17, Reykjavík og Pollgötu 2, Ísafirði. Starfsmenn félagsins eru um 20, samtals búa þeir til þúsundir ánægðra viðskiptavina á hverjum degi. Við vitum að til þess að búa til ánægða viðskiptavini fyrir viðskiptavini Halló þurfum við starfsfólk sem er ánægt í vinnunni. Við erum svo lánssöm að hafa þrjú síðustu ár verið kosin af starfsfólki í könnun VR Fyrirtæki ársins. Við erum þakklát fyrir þetta og vonum að ánægja starfsfólks skili sér til viðskiptavina.

Á okkar starfsvettvangi eru að verða miklar tæknibreytingar hvað varðar samskiptaleiðir og miðlun skilaboða. Við leggjum áherslu á að standa við hlið viðskiptavina okkar í þeirri vegferð og vinna með framsæknum fyrirtækjum sem bjóða nýjustu þjónustulausnir. 

Starfsstöðvar Halló eru í Nóatúni 17, Reykjavík og Pollgötu 2, Ísafirði. Starfsmenn félagsins eru um 20, samtals búa þeir til þúsundir ánægðra viðskiptavina á hverjum degi. Við vitum að til þess að búa til ánægða viðskiptavini fyrir viðskiptavini Halló þurfum við starfsfólk sem er ánægt í vinnunni. Við erum svo lánssöm að hafa tvö síðustu ár verið kosin af starfsfólki í könnun VR Fyrirtæki ársins. Við erum þakklát fyrir þetta og vonum að ánægja starfsfólks skili sér til viðskiptavina.

Á okkar starfsvettvangi eru að verða miklar tæknibreytingar hvað varðar samskiptaleiðir og miðlun skilaboða. Við leggjum mikla áherslu á að standa við hlið viðskiptavina okkar í þeirri vegferð og vinna með framsæknum fyrirtækjum sem bjóða nýjustu þjónustulausnir. Okkar aðal samstarfsaðilar á þeim vettvangi eru Talkdesk (símsvörun, miðlun og meðhöndlun símtala), Hero (úthringingar), LiveChat (netspjall) og Zendesk (miðlun og stjórnun skilaboða/miða). Við hlökkum til að eiga við framtíðina með viðskiptavinum okkar.