þjónustusími
450 5500
Símaverið - svarþjónusta - Pollgötu 2 - 400 Ísafirði - simaverid@simaverid.is
Við svörum fyrir þig
Sími sem hringir kann að hljóma hversdagslega. En hvert einasta símtal er dýrmætt og sum þeirra geta haft afgerandi áhrif á reksturinn. Þú þarft á því að halda að viðskiptavinirnir finni fyrir góðri þjónustu og upphafið að því er vönduð og hröð símsvörun.
Hverjar eru þínar þarfir?
Allir geta nýtt sér vandaða símsvörun, en þó eru þarfir fyrirtækja ólíkar. 
Leyfðu okkur að meta þörfina með þér og hjálpa þér að lengja opnunartíma fyrirtækisins, bæta þjónustuna og lækka kostnaðinn á sama tíma.
Meira en símsvörun
Við lyftum ekki aðeins upp símtólinu - við erum þinn þjónustufulltrúi og komum mikilvægum skilaboðum til viðskiptavina þinna, jafnvel þegar þú ert upptekinn. Með þessu móti næst fram aukin framlegð með betri nýtingu á tíma starfsmanna, minni truflun og skilvirkari móttöku skilaboða
 
 
 
Við svörum fyrir þig
Við stöndum vaktina jafnt og þétt, setjum okkur inn í grunnþarfir viðskiptavina þinna og beinum þeim í réttan farveg, hratt og örugglega. Þú öðlast dýrmæta hugarró og starfsfólkið þitt getur unnið vinnuna sína í góðu næði, án þess að verða fyrir truflun frá stöðugum símhringingum yfir vinnudaginn.
Hverjar eru þínar þarfir?
Hvaða leið hentar þínum viðskiptavinum? Hvaða leið hentar þínu starfsfólki? Við bjóðum upp á klæðskerasniðna þjónustu sem hentar þínu fyrirtækjamynstri. Allar þínar þarfir er hægt að leysa - með einu símtali eða tölvupósti þar sem þú óskar eftir ráðgjöf.
Meira en bara símsvörun
Allir þjónustufulltrúar Símaversins hafa bæði áralanga reynslu af símsvörun og eru sérþjálfaðir til starfa. Minni truflun, skilvirkari móttaka skilaboða, meiri sala, minna starfsmannahald, jöfn svörun á álagstímum - kostirnir við símsvörun hjá Símaverinu eru margir.
Hringdu eða sendu tölvupóst
Það sakar ekki að fá nánari upplýsingar eða tilboð frá okkur, án skuldbindinga. Hringdu í þjónustusímann 450-5500 eða sendu tölvupóst á simaverid@simaverid.is og við svörum þér hratt og örugglega.